29. janúar 2011

Hárspangir og hattur

Ég hef stundum föndrað ýmislegt fyrir einhverjar uppákomur. Þessa bleiku með blóminu gerði ég árið 2010 fyrir blómaþema í matarboði í einum saumaklúbbnum mínum. Ég fann risablóm í Rúmfatalagernum og tók stilkinn af. Mamma átti bleikan borða sem ég vafði og saumaði svo utan um spöngina og að lokum saumaði ég blómið á spöngina.

Þessa gríðarlega fallegu páskaspöng gerði ég árið 2009 fyrir gulan dag í vinnunni í tilefni þess að það var páskabingó hjá starfsmannafélaginu. Eins og sjá má þá var ansi fljótlegt að föndra hana... bara gul spöng, nokkrir páskaungar og svo UHU lím :)
Þennan skrautlega hatt gerði ég fyrir hattadaginn í vinnunni í tilefni skráningar á árshátíð 2009. Ég keypti hattinn í Partýbúðinni og líka fjólubláu perlufestarnar, blómin í Blómaval líka skrautfjöðrina... svo var bara notað fullt af UHU lími :)

0 comments:

Skrifa ummæli