17. mars 2012

Hálfnað verk þá hafið er

Stundum vill það verða að maður byrjar á hlutum og klárar þá ekki. Þar sem það er svolítið mikið að gera hjá mér í skólanum þá hef ég ekki haft eins mikinn tíma til að prjóna eins og ég hef svo oft áður kvartað yfir... en ég reyni alltaf að finna smá tíma inn á milli til að halda sönsum... þar sem ég er í fjarnámi þá hekla ég stundum yfir fyrirlestrunum ef ég þarf ekki að glósa mikið og svo þegar ég tek pásur eða horfi á sjónvarpið þá prjóna ég :)

Ég greip því þessa hálfkláruðu  peysu sem ég byrjaði á fyrir rétt tæpu ári síðan en þar sem hún varð alltof stór (sjá þessa færslu) þá henti ég henni frá mér... núna var fínt að klára hana bara svona til að hafa eitthvað að gera yfir sjónvarpinu... hún passaði á sex ára frænku mína sem er alsæl með peysuna þó að ég þykist vita að hún hefði nú frekar viljað hafa hana fjólubláa... ég prjóna bara aðra handa henni í sumar úr léttlopa þar sem þessi hefði ekki mátt vera mikið minni :)

Lopapeysa - Loki

Mynsturbekkurinn

Garn: Plötulopi
Prjónar: 3,5 og 4,5 mm
Heklunál: 5,0 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/loki-20 (http://knittingiceland.is/2010/12/14/loki-a-free-pattern/?lang=is)

15. mars 2012

Föndrari af lífi á sál á Facebook

Ákvað að stofna síðu á Facebook svo að fólk geti líka fylgst með þar þegar ég set inn nýjar bloggfærslur. Mér tókst einhvern veginn þegar ég stofnaði þetta blogg að klúðra Followers þannig að það er ekki hægt að fylgjast með blogginu... ég fæ aldrei þennan möguleika upp aftur hjá blogger... svo að ég gerði bara like-síðu í staðinn á Facebook :)

Fylgstu með á Facebook

Þið sem viljið fylgjast með mér á Facebook þá getið þið gert farið á síðuna með því að smella á myndina  eða með því að smella hérna: http://www.facebook.com/Fondrari ... ekki gleyma að gera "líkar þetta" eða "like" þegar þið farið á síðuna :)

13. mars 2012

Lopapeysa úr einföldum plötulopa

Það er brjálað að gera hjá mér í skólanum þessa dagana sem er agalegt því að þá hef ég svo lítinn tíma til hannyrða... er samt búin að prjóna Unni sem er úr einföldum plötulopa en mig er búið að langa til að prófa að prjóna úr einföldum plötulopa lengi. Ég byrjaði á ermunum til að tékka á prjónafestunni og fékk ég hana rétta þar... en svo þegar ég er komin með stærra stykki þ.e. búkinn þá fer ég að prjóna lausar... þannig að stærðin 4-5 ára varð eiginlega 5-6 ára ... þannig að frændi minn sem verður 5 ára í ágúst fær að eiga peysuna :)

Lopapeysa úr einföldum plötulopa - Unnur


Það kom á óvart hvað lopinn er í rauninni sterkur einfaldur en mér fannst hann samt vera svolítið þunnur í mynstrinu... og svo ákvað ég að hekla meðfram uppfitinu og affellingunni til að styrktar. Liturinn á peysunni er túrkis en kemur út á myndinni eins og strumpablár :)

Garn: Plötulopi
Prjónar: 3,5 og 4,5 mm
Uppskrift: Fleiri Prjónaperlur