22. apríl 2012

Lambatölur úr Fimo leir

Smá sunnudagsföndur hjá mér í dag en ég er að prjóna lopagalla með kindum á lítinn frænda og datt í hug að föndra tölurnar sjálf... fannst því við hæfi að gera lambatölur (eða kindatölur). Mér finnst tölur vera svakalega dýrar og oft ekki mikið úrval... þá bara reddar maður sér ;)

Einhvern tímann hafði ég ætlað að föndra skartgripi úr fimo leir þannig að ég átti til leir en hvíti var reyndar með glimmeri en ég lét hann samt duga :)

Þetta er smá þolinmæðisvinna enda dálítið smátt... ég flatti út hvíta leirinn og skar út tölurnar, svo mótaði ég haus, augu, eyru og fætur... erfitt að fá þær eins... en það má nú líka alveg sjást að þetta sé heimagert ;) Svo þurfti auðvitað að baka tölurnar í ofninum... ég er bara nokkuð sátt með útkomuna :)

Kindatölur úr fimo leir


Efni: Fimo leir

16. apríl 2012

Fjólublátt heklað sjal

Gerði fjólublátt glamúrsjal... ákvað að skella inn myndum af því... ef einhver hefur áhuga á að eignast svona sjal þá er getið þið fengið nánari upplýsingar undir Til sölu.

Fjólublátt heklað sjal

nærmynd

pallíettusjal


Garn: King Cole Galaxy
Heklunál: 5,0 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/elise-shawl

12. apríl 2012

Vintage kertið að verða eins og lugt

Þá er loksins kertið farið að brenna eitthvað niður... eftir að hafa haft það nánast logandi frá morgni til kvölds í nokkra daga ;)

Flott kerti


Eins og sjá má þá er kertið farið að brenna niður og pappírinn verður eftir... og hann brennur ekkert enda bar ég vel á hann af Candle & Soap :)

Framhald af þessari færslu: http://www.fondrari.blogspot.com/2012/04/kerti-me-vintage-mynd.html

Stórt heklað teppi

Þá er teppið sem ég var að hekla tilbúið... fannst mjög gott að hekla þetta yfir fyrirlestrum og yfir sjónvarpinu þar sem þetta er mjög einfalt og frekar fljótheklað... þar sem teppið er heklað úr svo grófu garni og bara stuðlar :) Ég valdi þetta garn þar sem það er nú ódýrara en Eskimo en hins vegar mjög svipað því garni... mjög mjúkt og gott... hins vegar þæfist það vel... en ég ætla samt að skella því í þvottavélina á ullarprógram og vindingu þar sem teppið er svo stórt og þungt :)

Flott heklað teppi

Heklað teppi


Mér sýnist stærðin vera ca. 130 x 190 cm... amk giska ég á það miðað við að rúmið sem ég setti teppið á er 135 x 200 :)

Finnst bara tveir gallar vera á teppinu... fyrsti er kanturinn... ég gat valið um að hafa hann kipraðan eða svona bylgjóttan (en mér sýndist það vera eins og í uppskriftinni)... hinn gallinn er að stóra táin fer alltaf út um götin þegar ég sit með teppið yfir mér... hehehe

Endilega fylgist með mér á Facebooksíðunni minni ef þið eruð ekki þegar búin að líka við hana :)

Garn: Trysil Garn Igloo
Heklunál: 9,0 mm
Uppskrift: http://www.garnstudio.com/lang/us/pattern.php?id=2175&lang=us

10. apríl 2012

Fleiri skreytt kerti

Ég gat ekki hætt að föndra í gær og föndraði því fleiri kerti... þetta er afraksturinn:

Kerti sem verður eins og lugt þegar það brennur

Föndrað kerti

Skreytt kerti

Þetta síðasta er minna en hin kertin... hins vegar þurfti ég að eyða heilu blaði í það þar sem hálft A4 dugði ekki utan um það... því að ég læt samskeytin fara vel yfir svo að það mun ekki leka með þeim. Er samt að spá í að láta myndirnar ekki ná uppfyrir brúnina á kertinu en ég hélt kannski að það væri betra... amk er flottara að hafa ekki brúnina uppfyrir á meðan kertin eru ónotuð.

Ég hafði kveikt á fyrsta kertinu sem ég gerði í marga klukkutíma í gær og það var ekki komið niður neitt að ráði... ég mun smella inn mynd þegar það fer að brenna niður til að sýna hvernig kertið verður eins og lugt :) Aldrei þessu vant þá fannst mér kertið ekki brenna nógu hratt ;)  

Viðbót 29.11.2012:
Vegna fjölda fyrirspurna sem ég hef fengið þá ætla ég að skella bara svarinu hingað inn. Spurt hefur sem sagt hvar ég hafi fundið myndir til að setja á kertin. Svarið við því er að ég bara gúgglaði og gúgglaði. Yfirleitt þá myndaleitaði ég með orðinu vintage t.d. vintage postcards og vintage child :)

9. apríl 2012

Kerti með vintage mynd

Ég var búin að sjá myndir af kertum sem voru þannig að þegar þau brunnu niður þá varð eftir hólkur þannig að kertið varð eins og lampi... mér finnst það voðalega flott.

Þannig að ég ákvað að föndra eitt svoleiðis og á örugglega eftir að gera fleiri. Þetta er nú auðvelt en kannski svolítið tímafrekt að finna myndir :) Ég fann vintage mynd á netinu, prentaði hana út á frekar þykkan pappír, klippti til, penslaði bakhliðina með Candle & soap og setti á kertið... og þá var það tilbúið... ekki mikið mál... nú þarf ég bara að láta það loga svolítið ;)

Skreytt kerti - vintage

Efni: pappír, Candle & Soap, kerti
 
 
Viðbót 29.11.2012:
Vegna fjölda fyrirspurna sem ég hef fengið þá ætla ég að skella bara svarinu hingað inn. Spurt hefur sem sagt hvar ég hafi fundið myndir til að setja á kertin. Svarið við því er að ég bara gúgglaði og gúgglaði. Yfirleitt þá myndaleitaði ég með orðinu vintage t.d. vintage postcards og vintage child :)

6. apríl 2012

Heklað sjal til sölu

Nokkrir hafa haft samband við mig og spurt hvort að ég myndi vilja selja svona Glamúrsjal (enda er þetta með eindæmum flott sjal... þó ég segi sjálf frá)... ég hef yfirleitt ekki verið að taka slíkt að mér en þar sem mér finnst svo gaman að hekla þá hef ég ákveðið að verða við því:)

Ég á akkúrat núna eitt svona glamúrsjal á lager en annars mun ég bara gera eftir pöntunum (reyndar verða litasprengdu sjölin aldrei eins en þessi mynd er af sjali sem ég hef þegar látið frá mér) .

Flott heklað sjal til sölu

Glamúrsjal til sölu

Ég ákvað þá líka að hafa meira litaúrval en þó að mér þyki auðvitað þessi litur flottastur þá hefur fólk sem betur fer misjafnan smekk :) Þið getið séð verð og litarval undir Til sölu.

Ef ykkur langar til að eignast eitt þá bara sendið mér tölvupóst á fondrari@gmail.com :)

3. apríl 2012

Einfalt páskaföndur

Vantar ykkur eitthvað einfalt að föndra fyrir páskana? Þá er þetta svakalega flott handa skvísum á öllum aldri ;) Þið þurfið bara gula hárspöng, nokkra unga og lím :)


G L E Ð I L E G A   P Á S K A !

Einfalt páskaföndur - páskaspöng