29. október 2013

Hekluð snjókorn

Úppps ég er alveg búin að gleyma að skrifa eitthvað inn á bloggið í meira en mánuð... þið verðið að afsaka það... en ég er samt alltaf dugleg að setja það sem ég er að bardúsa inn á Facebooksíðu bloggsins... þið verðið bara að líka við síðuna til að fá nýjustu fréttir ;) ... en svo skrapp ég líka í sólina til að fagna fertugsafmælinu mínu þannig að er það ekki pínu afsökun líka? :)

Við erum í gangi með snjókorna samhekl inni á Handóðum heklurum. Þar ætlum við að hekla saman eitt snjókorn á viku fram að jólum... hljómar það ekki spennandi? Þetta er einmitt það sem er búið að eiga mestan tímann minn að undanförnu... er sem sagt búin að vera að þýða og hekla snjókorn eftir uppskriftum Deborah Atkinsson, sem veitti okkur leyfi til að þýða uppskriftirnar hennar og birta inni í grúbbunni.

Ég get auðvitað ekki sýnt ykkur nema þau snjókorn sem eru búin og það sem er í gangi núna. Ég læt uppskriftirnar af þeim fylgja en ef þið viljið frekar hekla eftir íslenskri þýðingu þá er hægt að finna þær inni á Handóðum heklurum. Mér finnst alltaf gott þegar fólk setur inn myndir af því hvernig það stífar snjókornin þannig að ég læt einnig myndir af þeim í stífingu fylgja. Ég notaði sykurvatn (1 dl sjóðandi vatn og 1 dl strásykur), frauðplast, skapalón, smjörpappír og títuprjóna (passa að þeir séu ryðfríir). Hér má líka finna góðar leiðbeiningar um stífingu: http://handverkskunst.wordpress.com/2012/10/22/5-god-rad-thegar-stifa-a-hekl-eda-prjon/


Snjókorn # 1 - Snowmass Mountain Snowflake
Mjög skemmtilegt að hekla það en þar sem þetta var fyrsta snjókornið þá vafðist fyrir mörgum hvernig umferðin endaði en það var til að vera rétt staðsettur fyrir miðjum boga fyrir næstu umferð í stað þess að fikra sig með keðjulykkjum.

Heklað snjókorn - Snowmass Mountain Snowflake

Heklað snjókorn - Snowmass Mountain Snowflake í stífingu

Lengd frá armi til arms: 15 cm
Garn: Häkelgarn Nr. 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2011/03/snowflake-monday_28.html
Íslensk þýðing: http://handverkskunst.files.wordpress.com/2013/05/snjokorn-snjogriparans-2.pdf


Snjókorn # 2 - Gothic Daisy Snowflake
Annað snjókornið var auðveldara að mínu mati að hekla en aðeins meira mál að stífa :)

Heklað snjókorn - Gothic Daisy Snowflake

Heklað snjókorn - Gothic Daisy Snowflake í stífingu

Lengd frá armi til arms: 13 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,75 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2010/07/snowflake-monday_19.html


Snjókorn # 3 - Transitions Snowflake.

Heklað snjókorn - Transitions Snowflake

Heklað snjókorn - Transitions Snowflake í stífingu

Lengd frá armi til arms: 14 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2011/05/snowflake-monday_23.html


Snjókorn # 4 - Mount Eva Snowflake.

Heklað snjókorn - Mount Eva Snowflake

Heklað snjókorn - Mount Eva Snowflake í stífingu

Lengd frá armi til arms: 13 cm
Garn: Häkelgarn Nr. 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2012/03/snowflake-monday_19.html


Snjókorn # 5 - Grays Peak Snowflake
Þetta snjókorn er í gangi þessa vikuna en nýtt snjókorn kemur inn á sunnudögum. Þetta er að mínu mati fallegasta snjórkornið af þessum fimm :)

Heklað snjókorn - Grays Peak Snowflake

Heklað snjókorn - Grays Peak Snowflake í stífingu

Lengd frá armi til arms: 13 cm
Garn: DMC Babylo size 10
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: http://www.snowcatcher.net/2012/01/snowflake-monday_16.html


2 comments:

Snowcatcher sagði...

Your snowflakes are coming out so beautiful! The shape is so perfect! Even when I use a graph, mine aren't always as perfect!

Ólöf Lilja Eyþórsdóttir sagði...

Thank you :) Amazing patterns ;)

Skrifa ummæli