24. desember 2015

Mínar bestu óskir um gleðileg jól

Jólatréð mitt

Enn í ár er hvítt þema í jólaskrautinu mínu með smá silfri í bland.Svona lítur jólatréð út hjá mér en þarna má finna heklaðar bjöllur, hekluð jólahjörtu, jólakúlur sem ég heklaði utan um og svolítið af hekluðum snjókornum.

Ég er enn að bæta við bjöllum og mig langar líka til að setja nokkur grýlukerti á... ég sem sagt dunda mér áfram að hekla um jólin :)

Heklað jólaskraut

Hekluðu krukkurnar komnar í jólabúning

Hér er bloggfærsla um hvernig ég skreytti arininn minn en ég reyndar heklaði mjög litlar stjörnur og setti á litla jólatréð:
http://fondrari.blogspot.is/2015/12/arininn-me-hekluum-snjokornum-og.html

16. desember 2015

Ljósmóðurteppið

Loksins get ég bloggað um ljósmóðurteppið eða The Midwife blanket, sem ég heklaði í síðasta mánuði handa litlum krúttmola, þar sem ég gaf það í dag :) Ég er sem sagt ekki alveg bara að hekla snjókorn og jólaskraut... þó að það sé bjölluframleiðsla í gangi þessa dagana ;)

The Midwife Blanket

Það var svakalega gaman að hekla þetta teppi og uppskriftin mjög auðveld og góð... eða kannski þar til kom að kantinum en mér fannst hann ekki koma alveg nógu vel út... þannig að ég gerði bara mína útgáfu að kanti. Ég gæti alveg hugsað mér að hekla fleiri svona og jafnvel prófa að hekla úr mjúku akrýlgarni.

Ljósmóðurteppið

Ég gerði 10 x 17 ferninga og teppið varð ca 84 x 113 cm að stærð... sem mér fannst ágæt stærð en auðvitað er þetta smekksatriði... en ég hef heklað teppi sem mér fannst vera of lítil og vildi ekki hætta á það... held að það sé mun betra að hafa þau of stór en of lítil ;)

Heklað ungbarnateppi - The Midwife Blanket

Garn: Kambgarn
Heklunál: 3,5 mm
Uppskrift: http://littlemonkeyscrochet.com/call-the-midwife-inspired-baby-blanket-free-pattern/

5. desember 2015

Arininn með hekluðum snjókornum og grýlukertum

Arininn í jólabúningi

Ég ákvað að sýna ykkur mynd af arninum þar sem sést vel hvernig snjókornin og grýlukertin hanga í greninu sem ég hengdi á hann.

Uppskriftina af grýlukertunum má finna hér:
http://goo.gl/oI8oSK

Uppskriftina af snjókornunum má finna hér:
http://goo.gl/M0W3Y3

Það getur samt vel verið að ég muni breyta einhverju því að ég er enn að velkjast í vafa með hvort að ég eigi að setja smá pínu skraut á jólatréð :)

Hekluð grýlukerti - frí uppskrift

Hekluð grýlukerti

Hekluð grýlukerti

Ég var búin að sjá svo falleg grýlukerti á Pinterest en fann enga uppskrift þannig að ég bara gerði mína eigin... þetta er mjög einfalt en ég ákvað samt að skrifa hana niður svo að fleiri gætu notið hennar :)

Ekki afrita og dreifa uppskriftinni sjálfri en þið megið að sjálfsögðu deila linknum á uppskriftina að vild.

Efni og áhöld:
1,5 mm heklunál
Solberg 12/4 Mercerisert

Skammstafanir:
ll = loftlykkja,
kl = keðjulykkja,
tbst = tvöfaldur stuðull,
llb = loftlykkjubogi
L = lykkja,
umf = umferð.

Athugið að í byrjun umferðar gerið 4 ll í staðinn fyrir fyrsta tbst. Í lok hverrar umf er stykkinu snúið við.

Aðferð: 
10 ll, tengja í hring með kl. 
1. umf: kl utan um hringinn, 6 tbst í hringinn, 6 ll, 6 tbst í hringinn.
2. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 6 tbst í llb, 5 ll, 6 tbst í llb.
3. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 5 tbst í llb, 5 ll, 5 tbst í llb.
4. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 5 tbst í llb, 4 ll, 5 tbst í llb.
5. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 4 tbst í llb, 4 ll, 4 tbst í llb.
6. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 4 tbst í llb, 3 ll, 4 tbst í llb.
7. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 3 tbst í llb, 3 ll, 3 tbst í llb.
8. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 3 tbst í llb, 2 ll, 3 tbst í llb.
9. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 2 tbst í llb, 2 ll, 2 tbst í llb.
10. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 2 tbst í llb, 1 ll, 2 tbst í llb.
11. umf: kl í hverja L að llb og í llb, 2 tbst í llb.
12. umf: kl á milli tbst í umf á undan, 4 ll.

Minni útgáfan mín er gerð þannig að ég geri bara eina umf af hverjum fjölda af tbst eða 6 tbst, 5 ll, 6 tbst, 5 tbst, 4 ll, 5 tbst osfrv.

Klippið og gangið frá endum. Ég stífði mín upp úr sykurvatni  (leysi upp í jöfnum hlutföllum strásykur og sjóðandi vatn) og pinnaði þau niður á frauðplast með smjörpappír á milli.

© Ólöf Lilja Eyþórsdóttir - það má ekki afrita uppskriftina á neinn máta án míns samþykkis.

Hér er svo linkur á uppskriftina á Ravlery fyrir þau ykkar sem eru þar:
http://www.ravelry.com/patterns/library/crochet-icicles

Hekluð snjókorn og grýlukerti

Crochet Icicles - free pattern

Crochet icicles

Crochet Icicles

I saw so beautiful icicles on Pattern but didn't find any pattern so I just made my own... it's very simple but I decided to write it down so more could enjoy it :)

Please don’t distribute the pattern itself, but feel welcome to share the link to the pattern as you like.

Materials:
1,5 mm hook,
Solberg Garn 12/4 Mercerisert

Abbreviations (US terms):
ch = chain,
sl st = slip stitch,
tr = treble crochet,
sp = space,
st = stich,
rnd = round.

Notice, do ch 4 instead of tr at the beginning of each row.

Instructions:
ch 10, join with sl st to 1st ch to form a ring.
Round 1: sl st in the ring, 6 tr in the ring, ch 6, 6 tr in the ring.
Round 2: sl st in each st to sp and in sp, 6 tr in sp, ch 5, 6 tr in sp.
Round 3: sl st in each st to sp and in sp, 5 tr in sp, ch 5, 5 tr in sp.
Round 4: sl st in each st to sp and in sp, 5 tr in sp, ch 4, 5 tr in sp.
Round 5: sl st in each st to sp and in sp, 4 tr in sp, ch 4, 4 tr in sp.
Round 6: sl st in each st to sp and in sp, 4 tr in sp, ch 3, 4 tr in sp.
Round 7: sl st in each st to sp and in sp, 3 tr in sp, ch 3, 3 tr in sp.
Round 8: sl st in each st to sp and in sp, 3 tr in sp, ch 2, 3 tr in sp.
Round 9: sl st in each st to sp and in sp, 2 tr in sp, ch 2, 2 tr in sp.
Round 10: sl st in each st to sp and in sp, 2 tr in sp, ch 1, 2 tr in sp.
Round 11: sl st in each st to sp and in sp, 2 tr in sp.

Round 12: sl st between tr from last round, ch 4.

In my smaller version I did just one rnd of each number of tr or 6 tr, ch 5, 6 tr, 5 tr, ch 4 , 5 tr and so on.

Bind off and weave in ends. I used sugar water (50/50 sugar and boiling water) to stiff mine and pinned it down on nonstick paper laid on a piece of styrofoam.

© Ólöf Lilja Eyþórsdóttir - you may not copy this pattern in any way (for example translating) without my permission. 

Here is a link to the pattern for those who are using Ravelry:
http://www.ravelry.com/patterns/library/crochet-icicles

Crochet snowflake and icecles

29. nóvember 2015

Heklaður poki

Ég er aðeins byrjuð að skreyta fyrir jólin... ég vil vera búin að setja upp ljósin svolítið snemma til að njóta lengur... jólatréð kemur samt ekki upp fyrr en á Þorláksmessu eða nokkrum dögum fyrr ;)

Ég keypti lítið sætt jólatré í IKEA sem ég ætlaði að setja á arininn en ég er búin að vandræðast með í hvernig pott ég gæti sett það. Ég keypti blómapott í IKEA en mér finnst þetta ekki alveg vera að gera sig.

Ég ætla að vera með hvítt heklþema aftur í ár... já vel á minnst ég þarf að fara að drífa mig í að hekla fleiri bjöllur til að setja á seríur til að setja í glugga og á jólatréð... en það er vonandi nægur tími til stefnu.. en já þar sem ég er með hvítt heklþema þá ákvað ég að hekla poka utan um jólatrésfótinn eða pottinn.

Heklaður poki

Ég er bara nokkuð sátt... kannski er hann aðeins of stór en það er þó betra en að hann væri aðeins of lítill... finnst þetta amk mun flottara en venjulegur blómapottur :)

Garn: King Cole Cottonsoft
Heklunál: 4,0 mm
Uppskrift: engin

11. október 2015

Pinterest

Ég er búin að vera með í þónokkurn tíma borð sem heitir Föndrari af lífi og sál á Pinterest... þar hef ég reynt að setja alltaf inn þegar ég hef föndrað eitthvað nýtt og sett á bloggið. Eins og gefur að skilja þá er þetta borð orðið svolítið stórt og erfitt að finna nokkuð þarna. Þetta kaos fór pínu í taugarnar á skipulagsfríkinni og því dreif ég loksins í því að stofna sér aðgang fyrir bloggið. Nú er ég búin að sitja svolítið stíft við og búa til nokkur borð og setja slatta þarna inn.


Endilega fylgist með með mér þarna með því að ýta á "follow" (getið líka fylgst með einstökum borðum). Ég mun svo loka hinu borðinu því að ég vil ekki að vera setja inn sömu færslunar á tveimur stöðum :)

25. september 2015

Heklað hjarta

Hér kemur eitt sem ég heklaði í janúar en var loksins að stífa það um leið og ég gerði snjókornið :) Reyndar á ég tvö svona og ég hafði ákveðið að hengja þau í gluggann í stofunni og hengja kristal í þau... en ég er aðeins að melta þetta... en ég er þó amk búin að stífa þau ;) Stærðin er ca. 28,5 x 28 cm.

Heklað hjarta

Ég reyndar heklaði fleiri en tvö... það fyrsta var úr DMC Babylo nr. 10 og notaði ég 1,75 mm heklunál en mér þótti það vera of lítið... næsta sem ég heklaði var eins og þessi nema ég ákvað að prófa að stífa það með útþynntu trélími... auðvitað tímdi ég ekki að nota títuprjónana mína í límið og fór og keypti nýja en gat ekki séð á umbúðunum hvort að þeir væru ryðfríir eða ekki... óþolinmóða ég gat auðvitað ekki gert prufu og auðvitað voru þeir ekki ryðfríir... það hjarta fór því í ruslið reyndar ekki fyrr en ég stífaði þessi og var það orðið tölvuvert gulnað... ætla sko ekki að nota lím aftur því að mér finnst það vera svo subbulegt ;)

Garn: Satúrnus
Heklunál: 2,0 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/whimsical-heart-doily

20. september 2015

Heklað snjókorn: Tvær stjörnur - uppskrift

Heklað snjókorn - Tvær stjörnur

Tvær stjörnur

Ekki afrita og dreifa uppskriftinni sjálfri en þið megið að sjálfsögðu deila linknum á uppskriftina að vild.

Efni og áhöld:
1,5 mm heklunál
Solberg 12/4 Mercerisert eða heklugarn nr. 10

Stærð: ca 12,5 cm frá armi til arms

Skammstafanir:
ll = loftlykkja,
kl = keðjulykkja,
st = stuðull,
tbst = tvöfaldur stuðull,
L = lykkja,
umf = umferð.

Athugið að í byrjun umferðar gerið þá 3 ll í staðinn fyrir st og 4 ll í staðinn fyrir tbst.

Aðferð:
Gerið galdralykkju.

1. umf: *st, 5 ll, kl í 2. L frá nálinni, kl í næstu ll, 3 ll*, endurtaka það sem er á milli * * 5 sinnum til viðbótar og tengið með kl í 3. ll í upphafi umf (samtals 6 armar). Dragið galdralykkjuna saman.

2. umf: *tbst í næsta st, 9 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu 4 ll, 6 ll kl í 2. L frá nálinni og í næstu 3 ll, 5 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu 2 ll, 10 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu 3 ll, 4 ll, kl í ll fyrir ofan 3 kl angann, 4 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu 2 ll, kl í næstu ll (á milli 3 kl og 4 kl anganna), 5 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu 3 ll, kl í næstu ll (á milli 4 kl og 5 kl anganna), 6 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu 4 ll, kl í næstu 3 ll (fyrir neðan 5 kl anganna) og í tbst (stór armur gerður), 10 ll, kl í 2. L frá nálinni, kl í hverja af næstu 3 ll, 5 ll*, endurtaka það sem er á milli * * 5 sinnum til viðbótar og tengið með kl í 4. ll í upphafi umf (samtals 6 stórir armar og 6 sjörnuarmar). Klippið og gangið frá endum.

Stífið svo snjókornið eftir myndinni með þeim hætti sem ykkur líkar, en ég nota sykurvatn til þess (leysi upp í jöfnum hlutföllum strásykur og sjóðandi vatn). Skapalón eru nauðsynleg að mínu mati til að hjálpa við að hafa snjókornin bein og passið ykkur að nota ryðfría títuprjóna.

© Ólöf Lilja Eyþórsdóttir - það má ekki afrita uppskriftina á neinn máta án míns samþykkis.

Hér er svo linkur á uppskriftina á Ravlery fyrir þau ykkar sem eru þar:
http://www.ravelry.com/patterns/library/double-star-snowflake

Double Star Snowflake - pattern

Crochet Snowflake - Double Star

Double Star

Please don’t distribute the pattern itself, but feel welcome to share the link to the pattern as you like.

Materials:
1,5 mm hook,
Solberg Garn 12/4 Mercerisert or size 10 crochet yarn

Size: approximately 12,5 cm from point to point.

Abbreviations (US terms):
ch = chain,
sl st = slip stitch,
dc = double crochet,
tr = treble crochet,
st = stich,
rnd = round.

Notice, do ch 3 instead of dc and ch 4 instead of tr at the beginning of each row.

Instructions:
Make a magic circle (ring).

Round 1: *dc, ch 5, sl st in 2nd ch from hook, sl st in next ch, ch 3*, repeat between * * 5 times more, sl st in 3rd ch of starting ch 3 (total 6 arms). Pull magic circle tight.

Round 2: *tr in next dc, ch 9, sl st in 2nd ch from hook and in next 4 ch, ch 6, sl st in 2nd ch from hook and in next 3 ch, ch 5, sl st in 2nd ch from hook and in next 2 ch, ch 10, sl st in 2nd ch from hook and in next 3 ch, ch 4, sl st in the 1st ch of ch 10 you made, ch 4, sl st in 2nd ch from hook and in next 2 ch, sl st in next ch (between 3 sl st tip and 4 sl st tip), ch 5, sl st in 2nd ch from hook and in next 3 ch, sl st in next ch (between 4 sl st tip and 5 sl st tip), ch 6, sl st in 2nd ch from hook and in next 4 ch, sl st in next 2 ch (below 5 sl st tips) and in the tr (big arm made), ch 10, sl st in 2nd ch from hook and in next 3 ch, ch 5*, repeat between * * 5 times more, sl st in 4th ch of starting ch 4 (total 6 big arms and 6 small tips). Bind off and weave in ends.

Stiff and block your snowflake, I used sugar water (50/50 sugar and boiling water). I think templates are necessary so your snowflake will be straight and be sure you use stainless steel pins.

© Ólöf Lilja Eyþórsdóttir - you may not copy this pattern in any way (for example translating) without my permission. 

Here is a link to the pattern for those who are using Ravelry:
http://www.ravelry.com/patterns/library/double-star-snowflake

2. september 2015

Heklað ungbarnateppi


Heklað ungbarnateppi

Þetta teppi var gjöf handa fallegri prinsessu sem fæddist í síðasta mánuði og þar sem ég búin að gefa það þá get ég loksins bloggað um það. Það lá við að ég hætti við í miðju kafi út af öllum endunum sem ég þurfti að ganga  frá en mér fannst það svo fallegt að það var alveg fyrirhafnarinnar virði :)

Heklað teppi

Ég hef áður heklað teppi með þessu mynstri eða eiginlega tvö... en þau voru annars vegar úr einföldum plötulopa og hins vegar úr tvöföldum. Þannig að þetta var mun fíngerðara en hin :) Ég prufaði líka að hafa mismunandi gróft garn og mér fannst það alls ekki koma illa út :) Ég elska hvað þetta er fallega bleikt og sætt.

Teppið útbreitt

Það er rosalega erfitt að taka flotta mynd með fínum bakgrunni af teppum... en læt þessa samt fylgja til að sýna teppið í heild sinni. Stærðin var ríflega 70 x 90 cm.

Garn: Kartopu Basak og Kartopu Junior Soft
Heklunál: 4,0 mm
Uppskrift: Ég kunni mynstrið en þegar ég var að spá í kantinum þá fann ég hér svipaða uppskrift: http://www.petalstopicots.com/2014/10/v-stitch-crochet-ripple-afghan-pattern/

30. ágúst 2015

Meira krukkuhekl

Krukkuhekl

Best að efna það að vera duglegri að blogga :) Ég er búin að vera að hekla ýmislegt, sumt get ég ekki bloggað um strax og sumt er langtímaverkefni... en ég gríp alltaf á milli í nokkrar krukkur og eftir að ég keypti stærri bakka þá finnst mér ég verði að fylla hann. Þannig að efni þessar bloggfærslu eru þessar tvær nýju krukkur og svo fær ein gömul að fljóta með sem ég bloggaði ekki um í bloggleti minni :)



Þessi var að detta af nálinni í dag og er krukka undan sultu. Hún er sérlega fíngerð og núna finnst mér krukkurnar mínar úr fíngerðu garni fallegastar ;) Það er mun erfiðara að hekla þær en þær eru sko þess virði að mínu mati :) Ég held að ég sé að detta alfarið í þetta fíngerða... það styttist örugglega í að ég fari að hekla snjókorn og bjöllur ;)

Garn: Solberg 12/4
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: engin


Þessa gerði ég í vikunni og setti mynd inn á Facebook-síðuna eins og þeir sem líka við síðuna mína hafa séð. Þessi er frekar lítil eins og þið sjáið á fyrstu myndinni hér fyrir ofan.

Heklað utan um krukkur

Hekluð krukka

Garn: Solberg 12/4
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: engin


Hér er svo ein "gömul" sem ég sé að ég hef ekki bloggað um en þökk sé Ravelry þá sé ég að ég hef lokið við hana 25. janúar. Þetta er risastór rauðkálskrukka :)

Krukkuhekl

Garn: Satúrnus
Heklunál: 2,0 mm
Uppskrift: engin

20. ágúst 2015

Hekluð krukka #2 - uppskrift

Ég elska að hekla utan um krukkur og þar sem Skeljakrukku uppskriftin mín er búin að vera svo vinsæl þá ákvað ég að henda í aðra uppskrift handa ykkur :)

Ekki afrita og dreifa uppskriftinni sjálfri en þið megið að sjálfsögðu deila linknum á uppskriftina að vild.


Hekluð krukka #2

Það getur þurft að aðlaga svolítið uppskriftirnar eftir því hvernig krukku og/eða garn er verið að nota. Í þessa krukku notaði ég Satúrnus garnið (100% bómull - 200 g - ca 680 m) og 2,0 mm heklunál og krukku undan rauðbeðum eða rauðkáli (hún er ca 15 cm á hæðina og 28 cm að ummáli).

Skammstafanir:
ll = loftlykkja,
kl = keðjulykkja,
fl = fastalykkja,
st = stuðull,
tbst = tvöfaldur stuðull,
llb = loftlykkjubogi,
L = lykkja,
umf = umferð,
[...]x2 = gera innihaldið tvisvar sinnum.

Botn:
Gerið galdralykkju (magic ring).
1. umf. 3 ll (telur sem st), 11 st utan um hringinn, tengja með kl í 3. ll. Dragið galdralykkjuna saman (samtals 12 st).
2. umf. 3 ll (telur sem st), 1 st í sömu L, *2 st í hverja L* endurtaka út umf það sem er á milli * *, tengja með kl í 3. ll (samtals 24 st).
3. umf. 3 ll (telur sem st), 1 st í sömu L, 1 st, *2 st í sömu L, 1 st* endurtaka út umf það sem er á milli * *, tengja með kl í 3. ll (samtals 36 st).
4. umf. 3 ll (telur sem st), 1 st í sömu L, 2 st, *2 st í sömu L, 2 st* endurtaka út umf það sem er á milli * *, tengja með kl í 3. ll (samtals 48 st).
5. umf. 3 ll (telur sem st), 1 st í sömu L, 3 st, *2 st í sömu L, 3 st* endurtaka út umf það sem er á milli * *, tengja með kl í 3. ll (samtals 60 st).

Núna þekur stykkið nánast botn krukkunar en ef þið eruð með stærri krukku þá getið þið fjölgað umf með sama sniði þ.e. st á milli fjölgar um 1 í hverri umf þannig að næst yrði gert 2 st í sömu L, 4 st en athugið að enda á því að hafa fjölda lykkja þannig að 10 gangi upp í fjöldann.

Krukkan:
Mynstrið sjálft er margfeldi af 10.
6. umf. 1 ll, fl í sömu L, 4 ll, hoppa yfir 3 L, fl í hverja af næstu 3 L, *4 ll, hoppa yfir 3 L, fl í næstu L, 4 ll, hoppa yfir 3 L, fl í hverja af næstu 3 L*, endurtaka út umf það sem er á milli * *, endið á að gera 2 ll og 1 st í fl í upphafi umf til að mynda síðasta llb (12 llb).
7. umf. fl utan um llb sem endað var á að mynda í síðustu umf, 4 ll, fl í næsta llb, 4 ll, hoppa yfir fl, fl í næstu fl (miðju fl af þremur í umf. á undan), *[4 ll, fl í næsta llb]x2, 4 ll, hoppa yfir fl, fl í næstu fl (miðju fl af þremur í umf. á undan)*, endurtaka út umf það sem er á milli * *, endið á 2 ll og 1 st í fl í upphafi umf (18 llb).
8. umf. fl utan um llb sem endað var á að mynda í síðustu umf, 9 tbst í næsta llb, fl í næsta llb, *4 ll, fl í næsta llb, 9 tbst í næsta llb, fl í næsta llb*, endurtaka út umf það sem er á milli * *, endið á að gera 2 ll og 1 st í fl í upphafi umf (samtals 6 skeljar og 6 llb).
9. umf. fl utan um llb sem endað var á að mynda í síðustu umf, 4 ll, hoppa yfir 3 tbst, fl í hvern af næstu 3 tbst (ég geri alltaf fl í þá sjálfa svo að þetta sé akkúrat í miðjunni), *4 ll, fl í næsta llb, 4 ll, hoppa yfir 3 tbst, fl í hvern af næstu 3 tbst,*, endurtaka út umf það sem er á milli * *, endið á að gera 2 ll og st. í fl í upphafi umf (12 llb).

Endurtakið umf. 7-9 þar til stykkið nær upp að háls krukkunar með því að toga það svolítið upp. Endið endurtekninguna á 8. umf.

Gangið frá upphafsenda og smeygið krukkunni í stykkið og gerið því næst 9. umf en hafið þó aðeins 3 ll á milli í stað 4 ll og endið á 3 ll og kl í upphafs fl.

Þá er komið að hálsinum sjálfum. Mér finnst fallegra að hekla yfir skrúfganginn á krukkunni en ef þið viljið frekar þá getið þið stoppað hér.

Háls:
1. umf. 1 ll, *2 hst í næsta llb, hst í hverja af næstu 3 fl, 2 hst í næsta llb, hst í næstu fl*, endurtaka út umf það sem er á milli * *.
2. umf. hst í hverja L (heklað í spíral).

Endurtakið 2. umf. þar til búið er hekla utan um hálsinn, endið svo á kl í L frá fyrri umf. Klippið og gangið frá enda.


© Ólöf Lilja Eyþórsdóttir - það má ekki afrita uppskriftina á neinn máta án míns samþykkis.

Hér er svo linkur á uppskriftina á Ravlery fyrir þau ykkar sem eru þar:
http://www.ravelry.com/patterns/library/crochet-jar-cover-2


Crochet Jar Cover #2 - pattern

I love to crochet jar covers and because my Shell jar pattern has been so popular, I decided to do another pattern for you :)

Please don’t distribute the pattern itself, but feel welcome to share the link to the pattern as you like.

Crochet Jar Cover #2 - free pattern


Crochet Jar Cover #2

You may need to adjust this pattern to what kind of jar and/or yarn you are using. I used a yarn called Satúrnus and I think it's only available in Iceland (100% mercerized cotton - 200 g - approx. 680 m), 2,0 mm crochet hook and a jar (mine is approx. 15 cm high and 28 cm wide).

Abbreviations (US terms):
ch = chain
sl st = slip stitch,
sc = single crochet,
dc = double crochet,
tr = treble crochet,
sp = space,
st = stitch,
sk = skip,
rnd = round,
[...]x2 = make content two times.

The bottom:
Make magic ring.
Round 1. ch 3 (counts as dc), 11 dc in ring, join with sl st into 3rd ch. Pull magic circle tight (total 12 dc).
Round 2. ch 3 (counts as dc), 1 dc in same st, *2 dc in each st* repeat between * * around, join with sl st into 3rd ch (total 24 dc).
Round 3. ch 3 (counts as dc), 1 dc in same st, 1 dc, *2 dc in same st, 1 dc* repeat between * * around, join with sl st into 3rd ch (total 36 dc).
Round 4. ch 3 (counts as dc), 1 dc in same st, 2 dc, *2 dc in same st, 2 dc* repeat between * * around, join with sl st into 3rd ch (total 48 dc).
Round 5. ch 3 (counts as dc), 1 dc in same st, 3 dc, *2 dc in same st, 3 dc* repeat between * * around, join with sl st into 3rd ch (total 60 dc).

The piece now covers almost the bottom of the jar but if you have a bigger jar you can continue the same way and increase dc between by 1 dc in each round. The next round should then be 2 dc in same st, 4 dc but make sure to have amount of stitches that can be divided by 10.

The body: 
The pattern itself is a multiple of 10.
Round 6. ch 1, sc in same st, ch 4, sk next 3 st, sc in each of next 3 st, *ch 4, sk next 3 st, sc in next st, ch 4, sk next 3 st, sc in each of next 3 st*, repeat between * * around, end with ch 2 and 1 dc in first sc at the beginning of rnd to form the last ch 4 sp (12 sp).
Round 7. sc around ch 4 sp you ended forming in last rnd, ch 4, sc in next sp, ch 4, sk next sc, sc in next sc (the middle one of three from last rnd), *[ch4 , sc in next sp]x2, ch 4, sk next sc, sc in next sc (the middle one of three from last rnd)*, repeat between * * around, end with ch 2 and 1 dc in first sc at the beginning of rnd (18 sp).
Round 8. sc around ch 4 sp you ended forming in last rnd, 9 tr in next sp, sc in next sp, *ch4, sc in next sp, 9 tr in next sp, sc in next sp*, repeat between * * around, end with ch 2 and 1 dc in first sc at the beginning of rnd (total 6 shells and 6 sp).
Round 9. sc around ch 4 sp you ended forming in last rnd, ch 4, sk next 3 tr, sc in each of next 3 tr (the three one in the middle), *ch 4, sc in next sp, ch 4, sk next 3 tr, sc in each of next 3 tr*, repeat between * * around, end with ch 2 and 1 dc in first sc at the beginning of rnd (12 sp).

Repeat rnd 7-9 until the piece reaches the neck of the jar by stretching it up. End your repeating at rnd 8.

Weave in end and put the jar in the cover and do rnd 9 but have ch 3 sp between instead of ch 4 and end with ch 3 and sl st to first sc.

Then you are ready for the jar neck. I think it’s prettier to crochet around the neck but if you like you can stop here. 

The neck:
Round 1. ch 1, *2 hdc in next sp, hdc in each of next 3 sc, 2 hdc in next sp, hdc in next sc*,  repeat between * * around.
Round 2. hdc in each st (crochet in spiral rounds). 

Repeat rnd 2 until you have covered the neck, end with sl st. Fasten off and weave in end.


© Ólöf Lilja Eyþórsdóttir - you may not copy this pattern in any way (for example translating) without my permission.

Here is a link to the pattern for those who are using Ravelry:

Crochet Jar Cozy

16. ágúst 2015

Heklað utan um krukkur

Voðalega er ég löt að blogga... en sem betur fer er ég miklu duglegri að hekla ;) Það sést reyndar meira til mín á Facebook-síðu bloggsins þannig að ef þið viljið fylgjast betur með mér þá er kjörið að smella einu "læki" á síðuna :)

Ég hóf sem sagt strax handa við að byrja á eldhúsgardínum eftir að ég kláraði baðgardínurnar sem var það síðasta sem ég bloggaði um sem var í janúar! Ég er eiginlega búin með neðri kappann en er aðeins að hugsa hvort að ég vilji hafa þær alveg beinar eða smá rykkingu... og svo er stóra spurninginn hvort að ég fíli nokkuð að hafa tvo kappa :) Þannig að það verkefni er komið í smá bið. Ég á *hóst* ansi mörg verkefni sem eru á bið... hálfkláruð sjöl, hálkláruð teppi osfrv... ég ætla samt ekki að láta gardínuna fara í þann pakka... ég lofa ;)

Ég er svo líka búin að vera að hekla utan um krukkur annað slagið. Ég því miður hef ekki alltaf skrifað hjá mér hvaða heklunál ég notaði og hvar ég fann mynstrið en ég er að spá í að reyna að grafa þetta upp og skella inn bloggfærslum með krukkunum.

Heklað utan um krukku


Best að byrja þá að skella inn þessari sem ég heklaði utan um í gær. Ég var ekki nógu ánægð með myndirnar en þær verða bara að duga að sinni. Mér finnst mér vanta einhvern fallegan bakgrunn svo að krukkurnar njóti sín... en þetta þarf ekkert að vera fullkomið er það nokkuð?

Heklað utan um sultukrukku

Þegar ég var að hekla mynstrið þá fannst mér það eitthvað kunnulegt og jú viti menn ég hafði heklað þetta áður þegar ég var að prufuhekla uppskrift... sem sagt ég á krukku með þessu mynstri en hún kom reyndar öðruvísi út vegna þess að ég notaði stærri heklunál og annað garn... og jú svo var auðvitað botninn og toppurinn öðruvísi.

Krukkuhekl

Garn: Solberg Garn 12/4 Mercerisert
Heklunál: 1,5 mm
Uppskrift: engin en mynstrið er #203 í The Complete Book of Crochet Stitch Designs


Læt eina aðra krukku fylgja sem ég heklaði um daginn sem fór í hjólhýsið en það er allt appelsínugullt í því þannig að hún var auðvitað í stíl við það ;)

Hekluð krukka

Garn: Mandarin Petit
Heklunál: 2,5 mm
Uppskrift: http://fondrari.blogspot.com/2013/11/heklu-krukka-uppskrift.html

19. janúar 2015

Heklaðar gardínur

*hóst* þetta verkefni hófst 17. maí 2013 (allt Ravelry að þakka að ég get nefnt nákvæma dagsetningu) og átti þetta fyrst að verða dúkur á borðstofuborðið... svo fannst mér garnið vera fullgróft til að vera dúkur og þá datt mér hug að þetta yrði flott sem rúmteppi... en svo leið og beið og ég fékk leið á þessu verkefni og greip ansi sjaldan í það... þá datt mér í hug að klippa stykkið í sundur (með tilheyrandi frágangsvinnu að ég held að ég hefði verið fljótari að hekla bara nýtt) og nota sem gardínur á baðið :)

Heklaðar gardínur á baðið


Hekluð gardína

Ég á svo slatta af dúllum til viðbótar sem ég veit ekki hvað ég geri við... amk er ég mjög glöð með að vera komin með fínar baðgardínur og þá er bara að koma sér í að byrja einhvern tímann á því að hekla gardínur í eldhúsið sem ég hélt að yrði mitt fyrsta verk eftir að ég væri flutt... en það er bara alltaf eitthvað annað sem glepur :)

Garn: Satúrnus
Heklunál: 2,5 mm
Uppskrift: Prjónablaðið Ýr nr. 43