25. september 2015

Heklað hjarta

Hér kemur eitt sem ég heklaði í janúar en var loksins að stífa það um leið og ég gerði snjókornið :) Reyndar á ég tvö svona og ég hafði ákveðið að hengja þau í gluggann í stofunni og hengja kristal í þau... en ég er aðeins að melta þetta... en ég er þó amk búin að stífa þau ;) Stærðin er ca. 28,5 x 28 cm.

Heklað hjarta

Ég reyndar heklaði fleiri en tvö... það fyrsta var úr DMC Babylo nr. 10 og notaði ég 1,75 mm heklunál en mér þótti það vera of lítið... næsta sem ég heklaði var eins og þessi nema ég ákvað að prófa að stífa það með útþynntu trélími... auðvitað tímdi ég ekki að nota títuprjónana mína í límið og fór og keypti nýja en gat ekki séð á umbúðunum hvort að þeir væru ryðfríir eða ekki... óþolinmóða ég gat auðvitað ekki gert prufu og auðvitað voru þeir ekki ryðfríir... það hjarta fór því í ruslið reyndar ekki fyrr en ég stífaði þessi og var það orðið tölvuvert gulnað... ætla sko ekki að nota lím aftur því að mér finnst það vera svo subbulegt ;)

Garn: Satúrnus
Heklunál: 2,0 mm
Uppskrift: http://www.ravelry.com/patterns/library/whimsical-heart-doily

20. september 2015

Heklað snjókorn: Tvær stjörnur - uppskrift

Heklað snjókorn - Tvær stjörnur

Tvær stjörnur

Ekki afrita og dreifa uppskriftinni sjálfri en þið megið að sjálfsögðu deila linknum á uppskriftina að vild.

Efni og áhöld:
1,5 mm heklunál
Solberg 12/4 Mercerisert eða heklugarn nr. 10

Stærð: ca 12,5 cm frá armi til arms

Skammstafanir:
ll = loftlykkja,
kl = keðjulykkja,
st = stuðull,
tbst = tvöfaldur stuðull,
L = lykkja,
umf = umferð.

Athugið að í byrjun umferðar gerið þá 3 ll í staðinn fyrir st og 4 ll í staðinn fyrir tbst.

Aðferð:
Gerið galdralykkju.

1. umf: *st, 5 ll, kl í 2. L frá nálinni, kl í næstu ll, 3 ll*, endurtaka það sem er á milli * * 5 sinnum til viðbótar og tengið með kl í 3. ll í upphafi umf (samtals 6 armar). Dragið galdralykkjuna saman.

2. umf: *tbst í næsta st, 9 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu 4 ll, 6 ll kl í 2. L frá nálinni og í næstu 3 ll, 5 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu 2 ll, 10 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu 3 ll, 4 ll, kl í ll fyrir ofan 3 kl angann, 4 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu 2 ll, kl í næstu ll (á milli 3 kl og 4 kl anganna), 5 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu 3 ll, kl í næstu ll (á milli 4 kl og 5 kl anganna), 6 ll, kl í 2. L frá nálinni og í næstu 4 ll, kl í næstu 3 ll (fyrir neðan 5 kl anganna) og í tbst (stór armur gerður), 10 ll, kl í 2. L frá nálinni, kl í hverja af næstu 3 ll, 5 ll*, endurtaka það sem er á milli * * 5 sinnum til viðbótar og tengið með kl í 4. ll í upphafi umf (samtals 6 stórir armar og 6 sjörnuarmar). Klippið og gangið frá endum.

Stífið svo snjókornið eftir myndinni með þeim hætti sem ykkur líkar, en ég nota sykurvatn til þess (leysi upp í jöfnum hlutföllum strásykur og sjóðandi vatn). Skapalón eru nauðsynleg að mínu mati til að hjálpa við að hafa snjókornin bein og passið ykkur að nota ryðfría títuprjóna.

© Ólöf Lilja Eyþórsdóttir - það má ekki afrita uppskriftina á neinn máta án míns samþykkis.

Hér er svo linkur á uppskriftina á Ravlery fyrir þau ykkar sem eru þar:
http://www.ravelry.com/patterns/library/double-star-snowflake

Double Star Snowflake - pattern

Crochet Snowflake - Double Star

Double Star

Please don’t distribute the pattern itself, but feel welcome to share the link to the pattern as you like.

Materials:
1,5 mm hook,
Solberg Garn 12/4 Mercerisert or size 10 crochet yarn

Size: approximately 12,5 cm from point to point.

Abbreviations (US terms):
ch = chain,
sl st = slip stitch,
dc = double crochet,
tr = treble crochet,
st = stich,
rnd = round.

Notice, do ch 3 instead of dc and ch 4 instead of tr at the beginning of each row.

Instructions:
Make a magic circle (ring).

Round 1: *dc, ch 5, sl st in 2nd ch from hook, sl st in next ch, ch 3*, repeat between * * 5 times more, sl st in 3rd ch of starting ch 3 (total 6 arms). Pull magic circle tight.

Round 2: *tr in next dc, ch 9, sl st in 2nd ch from hook and in next 4 ch, ch 6, sl st in 2nd ch from hook and in next 3 ch, ch 5, sl st in 2nd ch from hook and in next 2 ch, ch 10, sl st in 2nd ch from hook and in next 3 ch, ch 4, sl st in the 1st ch of ch 10 you made, ch 4, sl st in 2nd ch from hook and in next 2 ch, sl st in next ch (between 3 sl st tip and 4 sl st tip), ch 5, sl st in 2nd ch from hook and in next 3 ch, sl st in next ch (between 4 sl st tip and 5 sl st tip), ch 6, sl st in 2nd ch from hook and in next 4 ch, sl st in next 2 ch (below 5 sl st tips) and in the tr (big arm made), ch 10, sl st in 2nd ch from hook and in next 3 ch, ch 5*, repeat between * * 5 times more, sl st in 4th ch of starting ch 4 (total 6 big arms and 6 small tips). Bind off and weave in ends.

Stiff and block your snowflake, I used sugar water (50/50 sugar and boiling water). I think templates are necessary so your snowflake will be straight and be sure you use stainless steel pins.

© Ólöf Lilja Eyþórsdóttir - you may not copy this pattern in any way (for example translating) without my permission. 

Here is a link to the pattern for those who are using Ravelry:
http://www.ravelry.com/patterns/library/double-star-snowflake

2. september 2015

Heklað ungbarnateppi


Heklað ungbarnateppi

Þetta teppi var gjöf handa fallegri prinsessu sem fæddist í síðasta mánuði og þar sem ég búin að gefa það þá get ég loksins bloggað um það. Það lá við að ég hætti við í miðju kafi út af öllum endunum sem ég þurfti að ganga  frá en mér fannst það svo fallegt að það var alveg fyrirhafnarinnar virði :)

Heklað teppi

Ég hef áður heklað teppi með þessu mynstri eða eiginlega tvö... en þau voru annars vegar úr einföldum plötulopa og hins vegar úr tvöföldum. Þannig að þetta var mun fíngerðara en hin :) Ég prufaði líka að hafa mismunandi gróft garn og mér fannst það alls ekki koma illa út :) Ég elska hvað þetta er fallega bleikt og sætt.

Teppið útbreitt

Það er rosalega erfitt að taka flotta mynd með fínum bakgrunni af teppum... en læt þessa samt fylgja til að sýna teppið í heild sinni. Stærðin var ríflega 70 x 90 cm.

Garn: Kartopu Basak og Kartopu Junior Soft
Heklunál: 4,0 mm
Uppskrift: Ég kunni mynstrið en þegar ég var að spá í kantinum þá fann ég hér svipaða uppskrift: http://www.petalstopicots.com/2014/10/v-stitch-crochet-ripple-afghan-pattern/